Og það varð ljós

Rafmagn var í fyrsta skipti á Íslandi framleitt úr gróðurhúsagasi …
Rafmagn var í fyrsta skipti á Íslandi framleitt úr gróðurhúsagasi síðastliðinn föstudag

Raf­magn var í fyrsta skipti á Íslandi fram­leitt úr gróður­húsagasi síðastliðinn föstu­dag á Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands og var raf­magnið notað til að knýja ljósa­per­ur og far­tölvu. Aðferðin boðar nýja orku­bylt­ingu í end­ur­nýt­ingu kolt­ví­sýr­ings, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Í vet­ur hafa tveir nem­end­ur frá RES skól­an­um á Ak­ur­eyri unnið að meist­ara­verk­efni á Ný­sköp­un­ar­miðstöð und­ir leiðsögn pró­fess­ors Þor­steins I. Sig­fús­son­ar eðlis­fræðings og for­stjóra Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar. Verk­efnið er unnið í ná­inni sam­vinnu við sprota­fyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) sem not­ast við vetni og kolt­ví­sýr­ing við fram­leiðslu sína á met­anóli á vökv­a­formi. Í verk­efn­inu var reynt að knýja efn­arafala til þess að fram­leiða raf­magn úr met­anól­inu. Efn­arafal­inn not­ast við plat­ínu­himn­ur og er af svo­kallaðri DMFC gerð.

 „Þetta eru tíma­mót í ís­lenskri orku­sögu. Sá mögu­leiki að geta umbreytt meng­andi los­un­argasi í orku er stór­kost­leg­ur. Met­anólið er fram­leitt hér heima með því að nota vetni úr okk­ar end­ur­nýj­an­legu raf­orku og tengja það síðan við C02, sem má fá úr jarðhita­bor­hol­um eða los­un stóriðjunn­ar. Úr verður grænt met­anól sem hægt er að nota á bíla og önn­ur far­ar­tæki og gæti sparað sam­göngu­kerfi eða fisk­veiðar mikla orku“, sagði Þor­steinn Ingi Sig­fús­son for­stjóri Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar, í frétta­til­kynn­ingu.

Aflið í rafal­an­um er um 50 Wött en um þriðjungi af bruna­orku met­anóls­ins er umbreytt í raf­orku.  Í verk­efn­inu var borið sam­an aflið í ís­lenska met­anól­inu við sam­bæri­legt met­anól unnið úr kol­um eða jarðgasi og reynd­ust nýtni og orku­inni­hald mjög sam­bæri­legt.

Verk­efnið hef­ur einnig falið í sér að bera sam­an eldri leiðir í met­an­ólfram­leiðslu við hina nýju um­hverf­i­s­vænu leið með notk­un gróður­húsagass. Niður­stöðurn­ar benda til þess að inn­lend fram­leiðsla á met­anóli sé góður kost­ur sem get­ur komið í stað inn­flutts met­anóls og ann­ars eldsneyt­is og sparað þar með mikl­ar gjald­eyris­tekj­ur.

Meist­ara­nem­arn­ir Lap­inski og Kluska sem unnu að verk­efn­inu eru styrkþegar frá Póllandi. Verk­efnið var loka­áfangi þeirra við RES orku­skól­ann á Ak­ur­eyri og var unnið í sam­vinnu við Há­skóla Íslands, Ný­sköp­un­ar­miðstöð og fyr­ir­tækið CRI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert