Bandarískri konu sem var gert að greiða tvær milljónir dala (um 254 milljónir kr.) í sekt fyrir að deila 24 lögum á netinu hefur fengið sektina lækkaða í 54.000 dali (6,8 milljónir kr.).
Í kjölfar áfrýjunar hefur Jammie Thomas-Rasset verið gert að greiða samtökum hljómplötuframleiðenda í Bandaríkjunum (RIAA) 54.000 dali.
Dómarinn sem lækkaði sektina sagði að krafa samtakanna væri hrikaleg. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Lögmenn konunnar vinna nú að því að reyna fá sektina lækkaða enn frekar.
„Hvort sem um er að ræða tvær milljónir eða 54.000 dali, þá er ég fjögurra barna móðir í einu starfi. Við syndum ekki beinlínis í peningum sem stendur,“ segir Thomas-Rasset.
RIAA höfðaði mál á hendur henni árið 2007. Hún var sökuð um hafa dreift um 2.000 lögum með ólöglegum hætti. Plötufyrirtækin kröfðust hins vegar aðeins bóta vegna 24 laga.
Um er að ræða lög með hljómsveitum á borð við Aerosmith, Def Leppard, Green Day og söngkonunni Gloria Estefan.Thomas-Rasset var fundin sek og gert að greiða 200.000 dali í sekt.
Vegna mistaka var aftur réttað í málinu 2009 og þá var hún aftur fundin sek og gert að greiða 1,92 milljónir dala.
Hún áfrýjaði og fékk sektina lækkaða.