NASA viðurkennir ósigur

Ökutækið, sem kallast á frummálinu The Mars Exploration Rover (MER), …
Ökutækið, sem kallast á frummálinu The Mars Exploration Rover (MER), kemst hvorki lönd né strönd. Reuters

Mars könnunarfarið (e. Mars Rover) hefur setið fast í sandgryfju á Rauðu plánetunni. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hefur reynt að losa tækið en nú hefur stofnunin viðurkennt ósigur.

Ökutækið festist í mjúkum jarðvegi í maí á síðasta ári og eftir ítrekaðar tilraunir til að losa það hefur ekkert gengið né rekið. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

NASA segir að Marsfarið Spirit, sem lenti á plánetunni fyrir um sex árum, muni verða kyrrstæð rannsóknarstöð, það sem eftir sé af líftíma þess.

Tækið hefur tekið mörg þúsund ljósmyndir og fundið sönnunargögn um hlýrri og vætusamari tíð á Mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka