Fylgst með ferðum hnúfubaks

Leið hnúfubaksins frá Ísafjarðardjúpi.
Leið hnúfubaksins frá Ísafjarðardjúpi.

Upplýsingar hafa borist um ferðir hnúfubaks sem merktur var skammt innan við Æðey í Ísafjarðardjúpi 28. janúar, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar.

Hvalurinn synti út úr Ísafjarðardjúpi daginn eftir að hann var merktur ásamt öðrum hnúfubaki. Þaðan hélt hvalurinn til vesturs og inn í grænlenska lögsögu. Í gær var hnúfubakurinn staddur um 460 km vestur af Snæfellsnesi, um 170 km frá strönd Grænlands.

Hægt er að fylgjast með ferðum hvalsins á vef Hafrannsóknastofnunnar: www.hafro.is/hvalamerki/60007.html

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert