Google Earth sýnir rústir heimsstyrjaldarinnar

Jörðin
Jörðin Reuters

Kortaþjónustan Google Earth hefur nú opnað þann möguleika fyrir notendum að nota internetið til að kanna undirdjúp heimshafanna og skoða með loftmyndum þá eyðileggingu sem sprengjuárásir heimsstyrjaldarinnar síðari skyldu eftir sig í borgum Evrópu.

„Þetta sögulega myndasafn gefur fólki einstakt sjónarhorn á atburði fortíðar með hjálp nútíma tækni við kortagerð," segir Laura Scott hjá Google í Evrópu. „Við vonumst til þess að myndirnar úr seinni heimsstyrjöld muni hjálpa okkur öllum að skilja þá sögu sem við eigum sameiginlega á nýjan hátt og kenna okkur meira um áhrif stríðsins á þróun borganna okkar."

Í hinni nýju útgáfu er byggt á myndum sem teknar voru árið 1943 yfi 35 borgum Evrópu og einnig frá Varsjá árin 1935 og 1945. Notendur geta borið saman hlið við hlið myndir af borgunum þá og nú.

„Myndirnar minna okkur á hörmuleg áhrif stríðs á íbúa þessara borga en jafnframt sýna þær okkur með hversu ótrúlegum hætti borgarumhverfið byggist upp og endurnýjast með tímanum," segir Scott.

Þá má sjá myndir frá undraheimum undirdjúpanna með leiðsögn hins þekkta neðansjávarljósmyndara National Geographic, Sylviu Earle.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert