Starfsmenn bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, ákváðu í morgun að fresta ferð geimferjunnar Endeavour til alþjóðlegu geimstöðvarinnar 10 mínútum fyrir fyrirhugað geimskot. Ástæðan var sú að of lágskýjað var yfir Kanaveralhöfða á Flórída þaðan sem skjóta á ferjunni á loft.
Til stendur að senda ferjuna af stað í fyrramálið ef veður verður hagstætt. Ferjan á að flytja stóran glugga og annan búnað til geimstöðvarinnar. Geimferðin á að standa yfir í 13 sólarhringa.