Gríðarlegur kostnaður af hlýnun á norðurslóðum

Áhrif af bráðnun á norðurslóðum gætu orðið mjög mikil.
Áhrif af bráðnun á norðurslóðum gætu orðið mjög mikil. Rax / Ragnar Axelsson

Kostnaður vegna bráðnunar á norðurslóðum gæti numið allt að 2,4 biljónum dollara samkvæmt skýrslu sem birt var fyrir helgi um áhrif hlýnunar jarðar.

„Kostnaður við bráðnun á norðurslóðum á næstu 40 árum jafnast á við landsframleiðslu Þýskalands, Rússlands og Bretlands samanlagt,“ segir í skýrslu frá Pew Environment hópnum. Skýrslan var kynnt á fundi fjármálaráðherra G-7-ríkjanna sem haldinn var á Grænlandi.

Í skýrslunni, sem er skrifuð af  hagfræðingnum Eban Goodstein og norðurslóðasérfræðingnum Eugenie Euskirchen, er horft á áhrif bráðnunar á landbúnað, orkuframleiðslu, aðgang að hreinu vatni, áhrif af hækkun sjávarborðs og flóða. Í skýrslunni segir að hlýnun á norðurslóðum gerist tvisvar sinnu hraðar en annar staðar í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert