Halda áfram að hakka Ástrali

Áströlsk stjórnvöld vilja verja þarlend ungmenni fyrir óæskilegu efni á …
Áströlsk stjórnvöld vilja verja þarlend ungmenni fyrir óæskilegu efni á netinu. Kristinn Ingvarsson

Hópur tölvuhakkarra, sem ráðist hefur á nokkrar vefsíður stjórnmálamanna og stofnana í Ástralíu, segja ætla að halda aðgerðum sínum áfram sem mótmæli við hugmyndum um síur á netinu þar í landi.

BBC hefur heimildir fyrir þessu og ræðir við hakkara sem lætur ekki nafns síns getið, enda kallar hópurinn sig Anonumous, eða hinir nafnlausu.

Stjórnvöld í Ástralíu kynntu nýverið hugmyndir um að setja upp þessar síur á næsta ári til að auka öryggi á netinu, einkum til að verja ungmenni fyrir óæskilegu efni. Í frétt BBC segir að um 500 hakkarar hafi staðið fyrir þessum árásum, sem fólust aðallega í að senda ruslpóst í stórum stíl inn á ákveðna vefi ástralskra stjórnvalda, með þeim afleiðingum að síðurnar lágu niðri um stund.

Meðal þeirra sem urðu fyrir þessum árásum var ráðherra upplýsingatæknimála og fjarskipta í Ástralíu, Stephen Conroy. Hann hefur látið hafa eftir sér að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða, svo að þarlend ungmenni verði fyrir skaða við notkun Internetsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert