Rétt
mataræði getur hjálpað okkur að takast á við vetrardrungann með bættu skapferli
og aukinni orku þegar dimmir og kaldir vetrardagar gera okkur þreytt og döpur
og geta jafnvel valdið hinu þekkta skammdegisþunglyndi. Skapferli er
háð efnasamböndum sem finnast í heilanum og þegar þau starfa rétt er skapið í
jafnvægi. Verði efnin hins vegar fyrir truflun byrjar skapið að dala.
Efnið
serótónín er nauðsynlegt að til að merki berist á milli taugaenda innan heilans
og eins og þekkt er hefur serótónín mikil áhrif á andlega líðan. Efnið
tryptófan er eitt byggingarefna serótóníns og finnst í mörgum fæðutegundum. Því
getur rétt mataræði dugað til að halda skammdegispúkanum í skefjum er haft
eftir næringarfræðingi í Berlinske Tidende, með því að auka magn tryptófans í
fæðunni og búa þannig til meira serótónín sem auðveldi samskipti taugafruma í
heilanum.
Tryptófan sé einkum að finna í próteinríkum matvörum en þess beri að gæta að aukaefni í matvöru geti eyðilagt það. Kolvetni hjálpi til við að flytja tryptófanið til heilans og því megi ekki gleyma að borða þau í formi grænmetis, ávaxta, pasta, brauðs og hrísgrjóna.
Næringarfræðingurinn gefur dæmi um tólf fæðutegundir sem hafa mikið magn tryptófans sem aftur eykur serótónín í heilanum: Sojabaunir,sesamfræ, kasjúhnetur, jarðhnetur, skinka, túnfiskur, gæs, önd, kjúklingur, lax, rækjur og egg.