Má rekja meira ryk í andrúmsloftinu til bráðnunar jökla?

Jöklar bera fram mikið af jökulleir.
Jöklar bera fram mikið af jökulleir. Rax / Ragnar Axelsson

Þunnt ryklag sem íbú­ar á meg­in­landi Evr­ópu hafa fundið á bíl­um sín­um og víðar hef­ur að jafn­an verið talið eiga upp­runa sinn frá eyðimörk­um í Afr­íku. Nú telja vís­inda­menn sig hafa fundið vís­bend­ing­ar um að rekja megi agn­ir í ryk­inu til Íslands þar sem jökl­ar séu að bráðna.

Þegar jökl­ar bráðna skilja þeir eft­ir sig mikið magn af jök­ul­leir sem vind­ar eiga auðvelt með að blása upp í and­rúms­loftið. Joseph Prospero, pró­fess­or við Há­skól­ann á Miami, hef­ur rann­sakað rykagn­ir í and­rúms­loft­inu frá ár­inu 1965. Hann tel­ur að rekja megi ein­hvern hluta ryks­ins til jök­ul­leirs sem fjúki frá Íslandi í kjöl­far bráðnun­ar jökla.

Mæl­ing­ar sem Prospero hef­ur gert sýna að tengsl eru á milli magns ryks í and­rúms­loft­inu og þurrka í Afr­íku. Rykið hef­ur auk­ist síðustu ár og tel­ur Prospero að erfitt sé að skýra það ein­vörðungu með því að ryk frá Sa­hara sé að aukast. Hann tel­ur að ryk sé að ber­ast frá bráðnun jökla á Íslandi og styðst þar m.a. við gervi­hnatt­ar­mynd­ir. Prospero seg­ir að enn vanti þó mikið á að menn skilji til fulls sam­bandið milli lofts­lags, regns og ryks í and­rúms­loft­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert