Bæta tal sjúklinga sem fengu heilablóðfall með söng

Það er ekki bara yndislegt að hlusta á góðan söng. …
Það er ekki bara yndislegt að hlusta á góðan söng. Það er hægt að nota sönginn til heilsubóta. Reuters

Sjúklingar sem fengið hafa heilablóðfall geta náð framförum við að tala með því að syngja. Þetta er mat vísindamanna sem segja að með því að syngja noti fólk ekki sömu svæði í heilanum og það notar þegar það talar.

Hafi svæðið heilans sem stjórnar talandanum skemmst við heilablæðinguna geti sjúklingar lært að nota „söngsvæði“ heilans í staðinn, að því er segir á vef BBC.

Gottfried Schlaug, taugasérfræðingur, er einn þeirra vísindamanna sem hafa rannsakað skemmdir á heila og hvort söngur getur hjálpað fólki sem getur ekki talað eðlilega vegna afleiðingar heilablóðfalls. Hann telur að söngur geti hjálpað til við endurhæfingu.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk sem misst hefur málið vegna heilablóðfalls getur í sumum tilfellum sungið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert