Leita lækningar við hnetuofnæmi

Margar tegundir af hnetum eru til. Teymi lækna leitar nú …
Margar tegundir af hnetum eru til. Teymi lækna leitar nú lækningar við jarðhnetuofnæmi. Ofnæmið getur reynst lífshættulegt. Kristinn Ingvarsson

Læknar í Cambridge í Englandi telja að lækning við jarðhnetuofnæmi kunni að finnast fljótlega, að sögn fréttavefjar BBC. Umfangsmestu tilraunir til þessa varðandi meðferð á jarðhnetuofnæmi felast í því að gefa þeim þjást af ofnæminu smáa skammta daglega og byggja upp þol gegn ofnæmisvaldinum.

Sérfræðingateymi sem kennt er við Addenbrookes ætlar að gefa 104 breskum börnum, 7-17 ára, dagvaxandi skammta af jarðhnetudufti sem samsvara allt að fimm jarðhnetum á dag. Fyrsti skammturinn verður  um eitt milligramm og verður duftinu blandað í jógúrt.

Fyrri rannsókn sýndi fram á að af 23 einstaklingum með jarðhnetu ofnæmi gátu 20 farið að borða meira en 30 jarðhnetur á dag án þess að þeim yrði meint af. 

Tilraunin sem nú er hafin mun kosta um eina milljón sterlingspunda og standa í þrjú ár. Talið er að hún geti leitt til þess að lækning finnist við ofnæminu. 

Um eitt af hverjum fimmtíu ungmennum í Bretlandi þjáist af jarðhnetuofnæmi. Það getur valdið öndunarörðugleikum, kláða og í svæsnustu tilfellum bólguviðbrögðum sem geta reynst banvæn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert