Eitthvað hefur borið á því að óprúttnir aðilar villi á sér heimildir með þeim tilgangi að fá nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem eru notendur kerfi skólans, Uglu, til að senda lykilorð sitt. Biður Reiknistofnun HÍ notendur Uglu að hafa varan á og aldrei gefa upp lykilorð í gegnum tölvupóst.
Á hverjum sólahring stöðvar ruslpóstsía RHÍ tugi þúsunda skeyta en því miður mun alltaf lítill hluti sleppa í gegn.
„Því viljum við minna á að tölvupóstur sem virðist koma frá RHÍ eða öðrum HÍ póstföngum þarf ekki endilega að vera frá okkur," segir í tilkynningu frá RHÍ.