Jafnvel sælla að gefa en þiggja

Þátttakendur glöddust jafnvel meira þegar hinn aðilinn fékk meira í …
Þátttakendur glöddust jafnvel meira þegar hinn aðilinn fékk meira í hendurnar. mbl.is/Golli

Verið getur að maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur en hann upplifir líka mikla ánægju við að gefa með sér, jafnvel þó um sé að ræða eitthvað sem hann sjálfur á líka.

Þetta er niðurstaða óvenjulegrar könnunar sem birtist í breska vísindaritinu Nature í dag. Samkvæmt henni hafa vísindamenn við California Institute of Technology, í fyrsta sinn fundið sönnun þess að þegar við gefum, örvar ánægjan af því að að hjálpa öðrum og að gera eitthvað fyrir okkur sjálf sömu svæði í heilanum.

Vísindamennirnir notuðu þrívíddarskanna til að fylgjast með heilaberki tuttugu pörum sjálfboðliða á meðan þeim voru sýndar myndir.

Sérstaklega voru könnuð þau svæði heilans sem vinna úr því sem tengist umbun og ánægjulegum hlutum svo sem mat, peningum og góðri tónlist.

Manneskjan vill deila ríkidæmi

Sjálfboðaliðarnir sem voru eingöngu karlmenn, fengu 30 dali í byrjun og drógu síðan til skiptis, til að sjá hvor þeirra fengi 50 dali í bónus. Hinn aðilinn fékk ekkert aukalega. Vísindamennirnir héldu áfram að deila peningum á milli mannanna og þegar sá fátækari þeirra fékk stærri summuna lýstist heilasvæði umbunar upp. Það kom hins vegar á óvart, að sá sem átti í meira í byrjun sýndi sömu viðbrögð þegar fátækari aðilinn fékk meira og jafnvel sterkari viðbrögð en þegar hann sjálfur fékk peninginn.

Jafnframt sýndi skanninn að þótt mennirnir segðust sjálfir vilja eiga peningana var það ekki rétt þegar að tekið var mið af viðbrögðum heilans.

Vísindamennirnir segja þetta færa sönnur á að jafnvel einföld umbunarkerfi innan heilans séu ekki eingöngu sjálfmiðuð.

Þeir álykta jafnframt að ánægja hins ríka af því að sjá annan hagnast, dragi úr sekt hans yfir því að eiga meira en hinn. Þó erfitt sé að sjá hvort vegi þyngra eigin ánægja eða ánægja annarra.

Rannsakendur viðurkenna að annmarkar eru á rannsókninni enda tekur hún eingöngu til karla og tekur ekki mið af menningarlegum mismun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert