Sólstjarnan WASP-12 sem er staðsett í sexhundruð ljósára fjarlægð frá jörðu er hægt að rólega að éta upp einn af fylgihnöttum sínum WASP12b líkt og rómverski guðinn Satúrnus sem át börnin sin.
Það tekur WASP-12b, sem var uppgötvuð á síðasta ári og er stödd í stjörnumerkinu Ökumanninum (Auriga), um 26 tíma að fara hringinn í kringum sólstjörnuna WASP-12. Fylgihnötturinn sem var var uppgötvaður árið 2008, er 40% massameiri en Júpíter stærsta reikistjarna okkar sólkerfis og með nær tvöfalt meiri radíus.
WASP-12b er einstaklega nálægt WASP-12 og því tekur það fylgihnöttinn aðeins tuttugu og sex tíma að hringa stjörnuna. Til samanburðar þá tekur það jörðina ár að ferðast í kringum sólina og reikistjörnuna Júpíter tólf ár.
Vegna nálægðarinnar er WASP-12 smám saman að draga Wasp-12b í sig sem er ekki lengur hnattlaga, heldur egglaga og líkist nú helst amerískum fótbolta.
Fylgst er með stjörnunum frá stjörnuathugunarstöð Peking háskóla í Kína.