Ísbirnir ung dýrategund

Ísbirnir eru frekar ung dýrategund.
Ísbirnir eru frekar ung dýrategund. mbl.is/RAX

Rannsóknir á steingerðu kjálkabeini úr ísbirni, sem íslenskur vísindamaður fann á Svalbarða fyrir nokkrum árum, benda til þess að ísbirnir hafi þróast frá brúnbjörnum fyrir um 150 þúsund árum.

Ólafur Ingólfsson, prófessor við Háskóla Íslands, fann kjálkabeinið árið 2004 en það er talið vera 110-130 þúsund ára gamalt. Í tilkynningu frá háskólanum í Buffalo, sem hefur rannsakað beinið, segir að niðurstöðurnar bendi til þess að ísbirnir séu tiltölulega ung tegund sem hafi skilist frá brúnbjörnum fyrir um 150 þúsund árum og þróast mjög hratt. 

Gerðar voru DNA rannsóknir á kjálkabeininu og er sagt frá niðurstöðunum  í blaðinu Proceedings of the National Academy of Science í dag.  Vísindamenn hafa vitað um skyldleika bjarnartegundanna en deilt var um hvenær tegundirnar hefðu þróast í sundur. 

Elsti ísbjörn í heimi fundinn

Kjálkabeinið sem Ólafur fann.
Kjálkabeinið sem Ólafur fann. mbl.is/Ólafur Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert