Þak á vafur í farsímum

Vafur í farsímum og með netpungum í útlöndum getur verið …
Vafur í farsímum og með netpungum í útlöndum getur verið notendum dýrt. Brynjar Gauti

Evr­ópsk­um farsíma­fyr­ir­tækj­um ber nú skylda til að bjóða viðskipta­vin­um sín­um upp á eins kon­ar „slökkvara“ á niður­hali og net­notk­un til að forða þeim frá him­in­há­um síma­reikn­ing­um eft­ir ferðir til út­landa. Búnaður­inn á að vara not­end­ur farsíma og net­p­unga við þegar notk­un­in nær ákveðnu há­marki.

Regl­ur þessa efn­is tóku gildi í gær, 1. mars. Þær eru hluti af reglu­verki um reikisím­töl í Evr­ópu­sam­band­inu og voru samþykkt­ar í júní 2009. 

Sam­kvæmt regl­un­um ber farsíma­fé­lög­um að bjóða viðskipta­vin­um sín­um upp á þak á net­notk­un sem nem­ur 50 evr­um (8.750 kr.) frá 1. mars 2010. Senda á viðvör­un þegar net­notk­un­in hef­ur náð 80% af há­marki. Fram til 1. júlí næst­kom­andi þurfa not­end­ur sjálf­ir að velja að virkja þetta þak. Eft­ir 1. júlí 2010 verður  þakið sett sjálf­krafa á.

Reglu­gerð vænt­an­leg á næstu dög­um

Hrafn­kell V. Gísla­son, for­stjóri Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, sagði breyta hafi þurft fjar­skipta­lög­um til að  heim­ila nokk­ur ákvæði í ann­arri til­skip­un­inni hvað þetta varðar. Það var gert um síðustu ára­mót. Í fram­haldi af því þurfti að gefa út reglu­gerð. Hún er til­bú­in og bíður birt­ing­ar í Stjórn­artíðind­um. 

Hrafn­kell sagði að breyt­ing­arn­ar sem kveðið er á um í til­skip­un­inni eigi að nýt­ast ís­lensk­um neyt­end­um eins og öðrum. Ein­hver aðlög­un­ar­tími sé gef­inn varðandi þak á net­notk­un í farsím­um. 

„Við mun­um fylgj­ast með því hvernig geng­ur að inn­leiða þenn­an þátt og aðra í sam­bandi við vernd gegn of háum reikn­ing­um,“ sagði Hrafn­kell. Einnig er sett há­marks­verð milli síma­fyr­ir­tækja varðandi verð á hverju mega­bæti o.fl. SMS fer einnig und­ir ákveðið verðþak.

Hrafn­kell var á fundi koll­ega sinna í síðustu viku. Þar kom fram að þetta væri nokkuð tækni­lega snúið að ýmsu leyti en að unnið sé að því að finna lausn­ir.

Töf varð á því að þetta tæki gildi á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Til að svo yrði þurftu Ísland, Nor­eg­ur og Lichten­stein að samþykkja að þetta færi strax inn. Lichten­stein gerði fyr­ir­vara fram­an af en er ný­lega búið að aflétta hon­um.

Það varð til þess að sum er­lend síma­fé­lög voru sein að lækka kostnað gagn­vart ís­lensku síma­fé­lög­un­um. Hafi þau ekki þegar gert það þá verður þeim ekki leng­ur stætt á öðru, að sögn Hrafn­kels.

Sím­inn og Voda­fo­ne und­ir­búa ráðstaf­an­ir

Sím­inn miðar við að setja þetta þak á í síðasta lagi 1. júlí, að sögn Mar­grét­ar Stef­áns­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa. Hún tel­ur að um­rædd­ar lausn­ir verði til reiðu inn­an skamms tíma, þótt lokafrest­ur sé til 1. júlí.

„Við erum líka að loka á netlykl­ana er­lend­is. Fólk sem fer til út­landa þarf að biðja sér­stak­lega um opn­un og átt­ar sig þá á því að þetta kost­ar pen­inga,“ sagði Mar­grét.

Sím­inn er einnig með í und­ir­bún­ingi að senda not­end­um smá­skila­boð (SMS) þegar þeir eru komn­ir í 80% af gagna­magni, hvort sem það er statt á Íslandi eða í út­lönd­um. Það á bæði við um 3G netlykla og farsíma. 

Voda­fo­ne er að vinna að því að laga sig að nýju regl­un­um, að sögn Hrann­ars Pét­urs­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa. Hann sagði að þeim þætti þessi breyt­ing já­kvætt skref. 

„Það er verið að koma í veg fyr­ir að viðskipta­vin­ir stofni til viðskipta sem þeir kæra sig ekki um,“ sagði Hrann­ar.

„Í mörg­um til­vik­um hef­ur fólk ekki verið sér meðvitað um hvað þetta hef­ur kostað. Því miður hef­ur raun­in verið sú að marg­ir hafa komið heim frá út­lönd­um og hafa þá verið bún­ir að stofna til viðskipta upp á háar upp­hæðir sem þeir ætluðu aldrei að gera. Við höf­um eng­an áhuga á því, hvað sem sum­ir kunna að halda.“

Hrann­ar sagði að þess­ar breyt­ing­ar séu nokkuð flókn­ar í fram­kvæmd en þær séu í fullri vinnslu. Hann sagði að breyt­ing­arn­ar verði tekn­ar í notk­un eins fljótt og unnt er.

„Við lít­um á það sem sam­eig­in­lega hags­muni okk­ar og viðskipta­vin­anna að þeir séu ekki rukkaðir um viðskipti sem þeir stofnuðu óaf­vit­andi til,“ sagði Hrann­ar.

Hryll­ings­sög­ur af farsíma­notk­un

Í frétt Evr­ópu­sam­bands­ins um þessa nýj­ung eru sagðar rétt­nefnd­ar hryll­ings­sög­ur af net­not­end­um sem uggðu ekki að sér á ferðalög­um.

Þjóðverji einn sem var á ferðalagi í Frakklandi í fyrra sótti sjón­varpsþátt í farsím­ann sinn. Hann fékk í kjöl­farið farsíma­reikn­ing upp á 46.000 evr­ur eða rúm­lega átta millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Önnur saga var sögð af bresk­um náms­manni sem notaði farsíma til að vafra um netið á mánaðarlöngu ferðalagi og fékk síma­reikn­ing upp á 9.000 evr­ur eða tæp­lega 1,6 millj­ón­ir.

Þá hef­ur mbl.is heim­ild­ir fyr­ir því að það sé ekki óþekkt að ís­lensk­ir farsíma­not­end­ur hafi fengið síma­reikn­ing upp á 1,5 millj­ón­ir eft­ir dvöl í út­lönd­um.

Verðþak milli síma­fyr­ir­tækja

Nýju regl­urn­ar hjá ESB kveða einnig á um að  síma­fyr­ir­tæki megi að há­marki rukka eina evru fyr­ir hvert MB sem fer á milli fyr­ir­tækj­anna. Verðið á að lækka á næstu tveim­ur árum. Lækk­un­in á að ganga til neyt­enda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Sig­ur­jón Jóns­son: Okur
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert