Ida ekki týndi hlekkurinn

Mynd af Idu.
Mynd af Idu.

Stein­gerv­ing­ur­inn Ida er ekki týndi hlekk­ur­inn sem sýn­ir okk­ur hvernig apar þróuðust yfir í mann­eskj­ur. Þetta er niðurstaða fræðimanna við há­skól­ann í Texas í Aust­in í Banda­ríkj­un­um í grein sem þeir hafa birt í tíma­rit­inu Journal of Hum­an Evoluti­on. Fjallað er um málið á vef danska dag­blaðsins Politiken.

Fyr­ir tæpu ári var mikið fjallað um merka upp­götv­un norska stein­gerv­inga­fræðings­ins Jørn Hur­um, sem fann 47 millj­óna ára gaml­an stein­gerv­ing af lít­ill veru sem lík­ist apa og hann taldi sýna í smá­atriðum hvernig lífið byrjaði í fyrstu að þró­ast í átt að mann­eskj­unni. Stein­gerv­ing­ur­inn hlaut gælu­nafnið Ida.

Að sögn Chris Kirk, lektors í mann­fræði, sýn­ir stein­gerv­ing­ur­inn ekki þró­un­ina frá öpum til manna held­ur sé um að ræða for­vera hálfa­pa nú­tím­ans.

„Allt bend­ir til þess að þessi vera hafi ekk­ert með þróun manns­ins að gera. Það sem kem­ur mest á óvart varðandi þenn­an stein­gerv­ing, fyr­ir utan hvað hann hafði varðveist vel, er að hann gef­ur okk­ur af­skap­lega lítið af nýj­um upp­lýs­ing­um,“ seg­ir Chris Kirk.

Hann bend­ir á að sú apa­teg­und sem stein­gerv­ing­ur­inn til­heyri hafi þegar verið vel skrá­sett­ur og að flest­ir vís­inda­menn hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að hann til­heyri hálföp­um en sé ekki einn af forfeðrum manns­ins.











mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert