Ida ekki týndi hlekkurinn

Mynd af Idu.
Mynd af Idu.

Steingervingurinn Ida er ekki týndi hlekkurinn sem sýnir okkur hvernig apar þróuðust yfir í manneskjur. Þetta er niðurstaða fræðimanna við háskólann í Texas í Austin í Bandaríkjunum í grein sem þeir hafa birt í tímaritinu Journal of Human Evolution. Fjallað er um málið á vef danska dagblaðsins Politiken.

Fyrir tæpu ári var mikið fjallað um merka uppgötvun norska steingervingafræðingsins Jørn Hurum, sem fann 47 milljóna ára gamlan steingerving af lítill veru sem líkist apa og hann taldi sýna í smáatriðum hvernig lífið byrjaði í fyrstu að þróast í átt að manneskjunni. Steingervingurinn hlaut gælunafnið Ida.

Að sögn Chris Kirk, lektors í mannfræði, sýnir steingervingurinn ekki þróunina frá öpum til manna heldur sé um að ræða forvera hálfapa nútímans.

„Allt bendir til þess að þessi vera hafi ekkert með þróun mannsins að gera. Það sem kemur mest á óvart varðandi þennan steingerving, fyrir utan hvað hann hafði varðveist vel, er að hann gefur okkur afskaplega lítið af nýjum upplýsingum,“ segir Chris Kirk.

Hann bendir á að sú apategund sem steingervingurinn tilheyri hafi þegar verið vel skrásettur og að flestir vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann tilheyri hálföpum en sé ekki einn af forfeðrum mannsins.











mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka