Sterkari rök fyrir hlýnun

Hafís við Norðurpólinn.
Hafís við Norðurpólinn. Morgunblaðið/Einar Falur

Veðurstofa Bretlands kemst að þeirri niðurstöðu í nýrri skýrslu að vísbendingar um loftslagsbreytingar í heiminum af mannavöldum séu nú skýrari en þær voru fyrir þremur árum.

Breska veðurstofan segir í skýrslunni að rökin fyrir því að loftslagsbreytingar hafi orðið af mannavöldum hafi styrskt síðan loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti síðustu skýrslu sína árið 2007.

Nefndin komst þá að þeirri niðurstöðu að „ótvírætt“ væri að hlýnun ætti sér stað í heiminum og að yfirgnæfandi líkur væru á því að maðurinn ætti þar hlut að máli. Nefndin spáði því að hitastig á jörðinni myndi hækka um 1,1-6,4°C á næstu 100 árum. Þó taldi hún líklegast að hækkunin yrði á bilinu 1,8-4,0°C.

Breska veðurstofan segir að um 110 rannsóknir, sem gerðar voru eftir að skýrsla loftslagsnefndarinnar var birt, renni frekari stoðum undir þá kenningu að loftslagsbreytingar hafi orðið af mannavöldum.

Breytingar á ís, raka og seltu

BBC
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert