D-vítamín mikilvægara en talið var

Feitur fiskur á borð við lax er góð uppspretta D-vítamíns.
Feitur fiskur á borð við lax er góð uppspretta D-vítamíns. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Nýj­ar rann­sókn­ir sýna að D-víta­mín er miklu mik­il­væg­ara fyr­ir lík­amann en áður var talið. Vitað var að D-víta­mín er nauðsyn­legt lík­am­an­um, verndi gegn krabba­meini og beinþynn­ingu. En nú hef­ur komið í ljós að D-víta­mín gegn­ir lyk­il­hlut­verki í ónæmis­kerfi lík­am­ans.  Frá þessu er greint á vef danska dag­blaðsins Berl­ingske Tidende.

„Vís­inda­menn hafa lengi vitað að D-víta­mín gegndi mik­il­vægu hlut­verki í bar­áttu lík­am­ans við bakt­erí­ur. En það eru nýj­ar upp­lýs­ing­ar að D-víta­mín sé af­ger­andi þegar kem­ur að því að virkja hinar svo­nefnd­um T-frum­ur lík­am­ans, sem berj­ast gegn hættu­leg­um sýk­ing­um í lík­am­an­um,“ seg­ir Car­sten Geisler, pró­fess­or hjá Há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn, sem stjórnaði nýju rann­sókn­inni.

Bend­ir hann á að rann­sókn­in muni koma að góðum not­um þegar farið verði að þróa ný bólu­efni gegn sýk­ing­um og flens­um. Niðurstaðan þýðir að end­ur­skrifa þarf kafla lækna­bóka um ónæmis­kerfið.

Ekki er langt síðan frá því var greint á vef danska dag­blaðsins Politiken að nýj­ar rann­sókn­ir hefðu sýnt fram á að fólk á besta aldri sem og eldra fólk sem tæki nægi­lega mikið af D-víta­míni gæti dregið úr hætt­un­um á því að fá ann­ars veg­ar hjarta­sjúk­dóma og hins veg­ar syk­ur­sýki um 43%.

D-víta­mín má finna í miklu magni í eggj­um, feit­um fiski á borð við mak­ríl, sard­ín­ur, síld, lax og lúðu, í ol­í­um og lýsi.

Lík­am­inn get­ur einnig sjálf­ur fram­leitt D-víta­mín þegar hann fær á sig sól­ar­ljós. Sök­um þessa skort­ir margt fólk á norður­hveli jarðar D-víta­mín á vet­urna.

D-víta­mín er líkt og A-, E- og K-víta­mín fitu­upp­leys­an­legt. Það þýðir að ekki er hægt að leysa víta­mínið upp í vatni og því skil­ar það sér ekki út með þvagi fái lík­am­inn of mikið af D-víta­míni líkt og ger­ist þegar fólk fær of stór­an skammt af C-víta­míni.

Þó D-víta­mín er lík­am­an­um nauðsyn­legt þá er sam­tím­is mik­il­vægt að gæta þess að taka ekki of mikið af D-víta­míni þar sem það safn­ast fyr­ir í lík­am­an­um.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert