Frumkvöðlar kynntu starfsemi sína

Um 300 manns sóttu ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar
Um 300 manns sóttu ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar

Um 300 manns sóttu ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Fimm frumkvöðlar á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar kynntu starfsemi sína þar á meðal leikjafyrirtækið Dexoris en Iphone tölvuleikur fyrirtækisins, Audiopuzzle, hefur verið valinn næstbesti tónlistarleikur ársins 2009.

Þá hefur fyrirtækið Medical Algorithms, sem var stofnað rétt eftir hrun í janúar 2009, náð samningi við einn helsta dreifingaraðila heims á sviði lækningatækja um dreifingu á hugbúnaði til greiningar á heilariti.

Á fundinum var sjónum beint að skapandi greinum og mikilvægi fjölbreytni í atvinnulífinu og kom m.a. fram í máli Þorsteins Inga Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, að fjölbreytt atvinnulíf eykur framleiðni og auðveldar þjóðum að standast breytingar.

Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst fjallaði um hagræn áhrif menningar og benti á að á Íslandi er framlag menningar til landsframleiðslu um 4%, en til samanburðar er það 1% í landbúnaði og 6% í sjávarútvegi. Sagði hann jafnframt að skapandi atvinnugreinar og menningariðnaðurinn geta verið stóriðja Íslendinga á 21. öld, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka