Sársaukafullt að nálgast ljóshraða

William Edelstein, eðlisfræðingur við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum, segir að það sé ómögulegt að ferðast á hraða sem nálgast ljóshraða. Hann segir að þau tvö vetnisatóm sem eru á hverjum rúmsentimetra í geimnum séu ekki hættuleg við hefðbundin geimferðalög, en breytist í „banvænar geimsprengjur“ þegar ferðast sé á nærri ljóshraða.

Edelstein segir að sá árekstur yrði svipaður því að verða fyrir geislanum úr öreindahraðli CERN í Genf í Sviss, að því er fram kemur á vefsíðunni space.com. „Það er meiriháttar vandamál að ferðast milli stjarna, nema okkur detti eitthvað alveg nýtt í hug. Ég er ekki að segja að við vitum allt og að þetta sé ómögulegt. Ég er að segja að þetta sé ómögulegt, byggt á því sem við vitum núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka