Sársaukafullt að nálgast ljóshraða

William Edel­stein, eðlis­fræðing­ur við Johns Hopk­ins há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, seg­ir að það sé ómögu­legt að ferðast á hraða sem nálg­ast ljós­hraða. Hann seg­ir að þau tvö vetn­isatóm sem eru á hverj­um rúm­senti­metra í geimn­um séu ekki hættu­leg við hefðbund­in geim­ferðalög, en breyt­ist í „ban­væn­ar geim­sprengj­ur“ þegar ferðast sé á nærri ljós­hraða.

Edel­stein seg­ir að sá árekst­ur yrði svipaður því að verða fyr­ir geisl­an­um úr ör­einda­hraðli CERN í Genf í Sviss, að því er fram kem­ur á vefsíðunni space.com. „Það er meiri­hátt­ar vanda­mál að ferðast milli stjarna, nema okk­ur detti eitt­hvað al­veg nýtt í hug. Ég er ekki að segja að við vit­um allt og að þetta sé ómögu­legt. Ég er að segja að þetta sé ómögu­legt, byggt á því sem við vit­um núna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert