Bresk tæknifrjóvgunarstöð gefur egg úr konu í happdrætti

Tæknifrjóvgun
Tæknifrjóvgun mbl.is/Árni Sæberg

Bresk tækni­frjóvg­un­ar­stöð kynnti í dag happ­drætti þar sem sig­ur­veg­ar­an­um gefst kost­ur á að velja sér egg úr konu, út frá bak­grunni henn­ar. Er þar m.a. litið til mennt­un­ar, upp­eld­is og kynþátt­ar gjaf­ar­ans.

The London Bridge Fer­tility Gyneacology and Geneticts Centre seg­ir þjón­ustu sína sam­ræm­ast bresk­um lög­um en eig­in­leg meðferð eigi sér stað í Banda­ríkj­un­um og egg­in séu þaðan. Egg­in eru úr banda­rísk­um nem­um á aldr­in­um 19-32 sem eru reyk­laus­ir og ekki í yf­ir­vi­gt. Banda­rísk lög leyfa kon­um að selja egg sín og geta þær fengið allt að 10.000 banda­ríkja­döl­um, um 1,2 millj­ón­ir króna á skiptið. Slík sala er bönnuð í Bretlandi og þar verða kon­ur að samþykkja að börn­in geti fengið vitn­eskju um þær og haft sam­band þegar þau ná 18 ára aldri, sem dreg­ur óneit­an­lega úr fram­boði.

Bresk­um kon­um sem hafa áhuga á að vinna gjafa­egg, er boðið til ráðstefnu á miðviku­dag­inn með banda­rísk­um sam­starfsaðila bresku tækni­frjóvg­un­ar­stöðvar­inn­ar. Sig­ur­veg­ari happ­drætt­is þar, hlýt­ur gjafa­egg og ókeyp­is tækni­frjóvg­un hjá banda­rísku tækni­frjóvg­un­ar­stöðinni.

Talsmaður bresku tækni­frjóvg­un­ar­stöðvar­inn­ar sagði bresk­ar kon­ur leita í aukn­um mæli út fyr­ir land­stein­ana að tækni­frjóvg­un­ar­mögu­leik­um, þar sem regl­ur í Bretlandi gerðu þeim erfitt fyr­ir að finna egg gjafa. Um það hvort þjón­ust­an væri lög­leg, sagði talsmaður­inn það aðeins þeirra að veita upp­lýs­ing­ar um þá mögu­leika sem væru í boði. Á end­an­um væri það kon­unn­ar að velja.

Hann sagði gjafa­sæði með bak­grunns­upp­lýs­ing­um hafa verið til staðar lengi, ein­fald­lega vegna þess hve miklu auðveld­ara væri að gefa það en egg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert