Rithöndin á undanhaldi

Dansk­ur sér­fræðing­ur spá­ir því, að rit­hönd­in sé smátt og smátt að hverfa og þess verði ekki langt að bíða, að skrift­ar­kennslu verði hætt í skól­um. 

Danska blaðið 24ti­mer hef­ur eft­ir Joh­an Peter Palu­dan, sér­fræðingi hjá dönsku framtíðar­stofn­un­inni að einnig megi bú­ast við að lykla­borð á tölv­um heyri brátt sög­unni til. 

„Þá mun fólk tala við tölv­ur, sem breyt­ir töluðum orðum í rituð. Þegar þetta ger­ist verða all­ir sam­mála um, að það sé al­ger­lega óþarft að kenna skrift," seg­ir Palu­dan við blaðið.

24ti­mer hef­ur eft­ir lýðskóla­kenn­ar­an­um Mette Teglers, sem sit­ur í stjórn danska kenn­ara­fé­lags­ins, að enn sé lögð áhersla á að kenna skrift í barna­skól­um. Hins veg­ar not­ist eldri nem­end­ur nær ein­göngu við tölv­ur. 


Þá seg­ir Niels Eg­e­lund, pró­fess­or við danska kenn­ara­há­skól­ann, að það verði stöðugt erfiðara að lesa skrift nem­enda. Þessi þróun hafi hald­ist í hend­ur við tölvu- og SMS-væðing­una. 

„Ég hef séð verk­efni, sem nem­end­ur hafa handskrifað og það er afar erfitt að skilja hvað þar stend­ur. Þetta var ekki vanda­mál fyr­ir 25 árum," seg­ir Eg­e­lund.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert