Sæhestar eru meðal fárra tegunda í náttúrunni þar sem karldýrið sér um meðgönguna. Karldýrið ber frjóvguðu eggin en frjóvgunin fer þannig fram að kvendýrið verpir eggjum í einhvers konar sekk sem er á kvið karldýrsins. Hann frjóvgar þau síðan með því að dæla svilum í sekkinn. Karlinn gætir eggjana þangað til þau klekjast og litlar lirfur synda svo úr sekknum og hefja lífsbaráttu sína án verndar foreldranna.
Á Vísindavefnum kemur fram að Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Um 215 tegundir eru innan ættarinnar Syngnathidae.
Sæhestar lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Þeir hafa einhvers
konar hala sem vindur upp á sig, hringir liggja utan um líkama þeirra
endilangan og hausinn á þeim minnir á hrosshöfuð. Sæhestar afla fæðu
með því að sjúga upp í sig ýmis smákvikindi. Stærð hestanna er
mismunandi eftir tegundum, frá 4 cm og upp í 30 cm.
Hér er hægt að lesa nánar um sæhesta á Vísindavefnum