Menn sem verða sköllóttir fyrir þrítugt fá síður krabbamein í blöðruhálskirtil en þeir sem ekki missa hárið. Þetta er mat vísindamanna við University of Washington School of Medicine.
Rannsóknin byggir á rannsóknum á 2.000 karlmönnum á aldrinum 40-47 ára. Vísindamönnunum segja að samhengi sé milli mikils magns karlhormónsins testosterone hjá þeim sem misstu hárið ungir og líkinda á því að fá krabbamein í blöðruhálskirtli. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í The journal Cancer Epidemiology.
Helmingur þeirra sem rannsakaðir voru hörðu fengið blöðruhálskrabbamein. Þeir sem höfðu ungir fengið skallablett í hnakka voru í 29-45% minni hættu á að fá blöðruhálskrabbamein en hinir.
25-30% karlmanna eru búnir að fá einkenni skalla um þrítugt og um helmingur karlmanna hafa misst hluta af hári um fimmtugt. Skallamyndun byrjar vegna þess að hársrætur veikjast vegna þess að of mikið er af dihydrotestosterone. Þetta er efni sem er framleitt af karlhormóninu testosterone. Þeir sem fá blöðruhálskrabbamein er stundum gefið lyf sem minnkar magn testosterone vegna þess að hormónið er talið geta stuðlað að stækkun meinsins.