Vélar frá BMW í bandarískum lögreglubílum

Sagt er að hægt sá að minnka eldsneytisnotkun hjá lögreglunni …
Sagt er að hægt sá að minnka eldsneytisnotkun hjá lögreglunni um 40% með notkun nýju tegundarinnar, E7. Ljósmynd/carbonmotors.com

Bílaframleiðandinn BMW greindi frá því í dag að náðst hafi samningar um framleiðslu díselvéla fyrir bandaríska lögreglubíla. Um er að ræða yfir 240 þúsund sex sílendra vélar, gírkassa og útblásturskerfi. Talið er að með uppfærslunni verði hægt að spara eldsneytisnotkun og útblástur um allt að 40%.

Ekki var gefið upp hvenær afhending vélanna á að fara fram en samningurinn er milljarða evra virði. Samningurinn er gerður við fyrirtækið Carbon Motors sem sérhæfir sig í framleiðslu hátæknilegra lögreglubíla sem bera heitið E7.

Heimasíða Carbon Motors

Lögreglubílinn sem bera mun BMW vélina.
Lögreglubílinn sem bera mun BMW vélina. Ljósmynd/carbonmotors.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert