Heimsmet 15 fingur og 16 tær

Sex ára kínverskum dreng dugir lítið að telja upp í tíu hvort sem er á fingrum sér eða tám. Drengurinn fæddist með fimmtán fingur og sextán tær sem mun vera heimsmet. Hann er með átta fingur á hægri hendi og sjö fingur á þeirri vinstri, þar af eru þrír samvaxnir fingur á hvorri hönd. Á hvorum fót eru svo átta tær.

Drengurinn átti að fara í aðgerð í dag þar sem átti að reyna að aðskilja og fjarlægja af honum fimm fingur og sex tær.

Fréttastofa Reuters hefur eftir sérfræðingum á Shenyang sjúkrahúsinu í Lianoing héraði í Kína að talið sé  að stökkbreyting gena hafi valdið óvenjulegum tá- og fingrafjölda barnsins.

Sá sem áður hafi mestan fjölda fingra og táa var með samtals 25 eða 12 fingur og 13 tær samkvæmt heimsmetabók Guinness

Drengurinn er með fimmtán fingur og sextán tær.
Drengurinn er með fimmtán fingur og sextán tær. CHINA DAILY
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert