iPad-áskriftarverð WSJ $17,99

iPad spjaldtölvan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum þann 3. …
iPad spjaldtölvan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum þann 3. apríl. Reuters

Banda­ríska dag­blaðið The Wall Street Journal hyggst selja mánaðaráskrift að blaðinu í iPad spjald­tölv­um, sem vænt­an­leg­ar eru frá Apple, á 17,99 doll­ara (2.336 kr.). Þetta var til­kynnt í dag.

The Wall Street Journal er eitt margra banda­rískra dag­blaða sem hafa búið sig und­ir komu iPad spjald­tölv­anna. Þær eiga að koma í versl­an­ir í Banda­ríkj­un­um 3. apríl næst­kom­andi. Ra­f­ræn út­gáfa af The Wall Street Journal fyr­ir Kindle bóka­tölv­una frá Amazon kost­ar 14,99 doll­ara á mánuði (1.946 kr.).

Dag­blaðið The New York Times hef­ur einnig þróað iPad út­gáfu af blaðinu. Það hef­ur greint frá því að aug­lý­send­ur hafi keypt mikið aug­lýs­ingapláss hjá þeim út­gef­end­um sem bjóða munu upp á efni fyr­ir iPad spjald­tölv­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert