iPad-áskriftarverð WSJ $17,99

iPad spjaldtölvan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum þann 3. …
iPad spjaldtölvan er væntanleg í verslanir í Bandaríkjunum þann 3. apríl. Reuters

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal hyggst selja mánaðaráskrift að blaðinu í iPad spjaldtölvum, sem væntanlegar eru frá Apple, á 17,99 dollara (2.336 kr.). Þetta var tilkynnt í dag.

The Wall Street Journal er eitt margra bandarískra dagblaða sem hafa búið sig undir komu iPad spjaldtölvanna. Þær eiga að koma í verslanir í Bandaríkjunum 3. apríl næstkomandi. Rafræn útgáfa af The Wall Street Journal fyrir Kindle bókatölvuna frá Amazon kostar 14,99 dollara á mánuði (1.946 kr.).

Dagblaðið The New York Times hefur einnig þróað iPad útgáfu af blaðinu. Það hefur greint frá því að auglýsendur hafi keypt mikið auglýsingapláss hjá þeim útgefendum sem bjóða munu upp á efni fyrir iPad spjaldtölvur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka