Öreindahraðall setur met

Öreindahraðallinn í CERN stofnuninni í Sviss setti í dag nýtt met en tveir róteindageislar rákust saman með þrisvar sinnum meira afli en áður hefur mælst.

Fagnaðarlæti brutust út í stjórnklefa CERN þegar fyrstu árekstrarnir mældust. Vísindamenn um allan heim fylgjast með tilrauninni í gegnum sjónvarp.

Hraðallinn er um 100 metra neðanjarðar við landamæri Sviss og Frakklands og þar er öreindum þeytt í afar sterku segulsviði í sérstökum göngum þar til þær nálgast ljóshraða, hinn endanlega hraða efnisheimsins, sem mælist rétt tæplega 300.000 km á sekúndu. Tilgangurinn er að skapa þau skilyrði sem talið er hafi verið við Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára og gera menn sér vonir um að öðlast dýpri skilning á myndun alheimsins í árdaga, með gleggri sýn á innsta eðli efnisheimsins.  

Vísindamenn að störfum hjá CERN.
Vísindamenn að störfum hjá CERN. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert