„Faðir einkatölvunnar“ látinn

Dr. Roberts hlaut þá heiðursnafnbót að kallast faðir einkatölvunnar.
Dr. Roberts hlaut þá heiðursnafnbót að kallast faðir einkatölvunnar.

Dr. Henry Edw­ard Roberts, sem kallaður hef­ur verið faðir einka­tölv­unn­ar og sem jafn­framt var lærifaðir þeirra Bill Gates og Paul Allen stofn­enda Microsoft í upp­hafi fer­ils þeirra, er nú lát­inn 68 ára að aldri.

Dr. Roberts fann upp Alta­ir 8800, vél sem markaði upp­haf ald­ar einka­tölv­unn­ar. Þeir Gates og Allen höfðu sam­band við Dr. Roberts eft­ir að þeir sáu um­fjöll­un um tölv­una hans í tíma­riti og buðust til að hanna for­rit fyr­ir hana. For­ritið hlaut nafnið Alta­ir-Basic og var grunn­ur­inn að fyr­ir­tæk­inu Microsoft.

„Ed var til­bú­inn að taka áhættu með okk­ur, tvo unga gaura sem voru for­falln­ir tölvu­áhuga­menn löngu áður en þær komust í al­menna notk­un - og við verðum hon­um að ei­lífu þakk­lát­ir fyr­ir," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem þeir Gates og Allen sendu frá sér í dag eft­ir að and­lát Roberts spurðist út. „Dag­ur­inn sem fyrsti óprófaði hug­búnaður­inn okk­ar virkaði í Alta­ir tölv­unni hans var upp­hafið að mörg­um merki­leg­um at­b­urðum."

Meðstofn­andi Apple, Steve Wozniak, hef­ur einnig vottað Roberts virðingu sína og seg­ir í viðtali í dag að hann hafi tekið „mik­il­væg upp­hafs­skref sem leiddu til alls þess sem við höf­um í dag".

Dr. Roberts lést á sjúkra­húsi í gær eft­ir langa bar­áttu við lungna­bólgu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka