Margir biðu eftir iPad

Biðraðir mynduðust utan við tölvuverslanir víða í Bandaríkjunum í morgun þegar byrjað var að selja nýja spjaldtölvu, iPad frá Apple. Sérfræðingar segja, að þessi tölva kunni að marka þáttaskil í tölvuþróun en hún sameini kosti fartölva og tæknilega fullkominna farsíma.

Biðröð byrjaði að myndast snemma í morgun utan við Apple búðina í New York. Margir viðskiptavinir komu frá öðrum löndum en iPad verður aðeins til sölu í Bandaríkjunum á næstunni. Kostar tölva frá 499 til 829 dala, jafnvirði 55 þúsund til 106 þúsund króna.

Tölvan er með snertiskjá og nettengingu og er hægt að nota hana til þess að fara á netið, spila tónlist, horfa á kvikmyndir, lesa bækur, spila tölvuleiki og margs annars.

Viðskiptavinir komu út úr verslununum og hömpuðu tölvunum eins og verðlaunum. „Ég ætla að fara heim og leika mér við iPadinn minn, en ekki kærustuna," sagði ungur maður sem sagðist heita Randy. 

Þýski blaðamaðurinn Richard Gitjhar, sagðist vona að tölvan muni hnýta saman fjölmiðlamarkaðinn og gera dagblöðum og öðrum efnisveitum kleift að afla tekna á tímum þar sem efnið er almennt ókeypis á netinu. 

Tölvuáhugamenn skoða iPad í verslun í New York.
Tölvuáhugamenn skoða iPad í verslun í New York. Reuters
Fólk beið utan við Apple verslun í Chicago í morgun …
Fólk beið utan við Apple verslun í Chicago í morgun og lét rigningarúða ekki á sig fá. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka