Margir biðu eftir iPad

00:00
00:00

Biðraðir mynduðust utan við tölvu­versl­an­ir víða í Banda­ríkj­un­um í morg­un þegar byrjað var að selja nýja spjald­tölvu, iPad frá Apple. Sér­fræðing­ar segja, að þessi tölva kunni að marka þátta­skil í tölvuþróun en hún sam­eini kosti far­tölva og tækni­lega full­kom­inna farsíma.

Biðröð byrjaði að mynd­ast snemma í morg­un utan við Apple búðina í New York. Marg­ir viðskipta­vin­ir komu frá öðrum lönd­um en iPad verður aðeins til sölu í Banda­ríkj­un­um á næst­unni. Kost­ar tölva frá 499 til 829 dala, jafn­v­irði 55 þúsund til 106 þúsund króna.

Tölv­an er með snerti­skjá og netteng­ingu og er hægt að nota hana til þess að fara á netið, spila tónlist, horfa á kvik­mynd­ir, lesa bæk­ur, spila tölvu­leiki og margs ann­ars.

Viðskipta­vin­ir komu út úr versl­un­un­um og hömpuðu tölv­un­um eins og verðlaun­um. „Ég ætla að fara heim og leika mér við iPa­dinn minn, en ekki kær­ust­una," sagði ung­ur maður sem sagðist heita Ran­dy. 

Þýski blaðamaður­inn Rich­ard Gitjh­ar, sagðist vona að tölv­an muni hnýta sam­an fjöl­miðlamarkaðinn og gera dag­blöðum og öðrum efn­isveit­um kleift að afla tekna á tím­um þar sem efnið er al­mennt ókeyp­is á net­inu. 

Tölvuáhugamenn skoða iPad í verslun í New York.
Tölvu­áhuga­menn skoða iPad í versl­un í New York. Reu­ters
Fólk beið utan við Apple verslun í Chicago í morgun …
Fólk beið utan við Apple versl­un í Chicago í morg­un og lét rign­ingarúða ekki á sig fá. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert