Geimferja á loft

Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída. Er ferðinni heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Geimskotið tókst vel og allt gekk samkvæmt áætlun. Eldsneytisgeymar ferjunnar féllu í Atlantshafið 120 sekúndum eftir skotið. Verða þeir sóttir þangað og notaðir á ný.

Áætlað er að geimferjan komi til geimstöðvarinnar á miðvikudag en geimferðin á að standa í 13 daga. Um borð eru sjö geimfarar, þar af þrjár konur og hafa aldrei verið jafnmargar konur um borð í geimferju í einum.

Geimferjan flytur ýmsan búnað, þar á meðal ný rúm fyrir íbúa geimstöðvarinnar og búnað fyrir vísindatilraunir.

Stephanie Wilson, einn geimfaranna um borð í Discovery, á leiðinni …
Stephanie Wilson, einn geimfaranna um borð í Discovery, á leiðinni um borð í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert