Geimferjan Discovery tengdist í morgun við alþjóðlegu geimstöðina (ISS) með vistir og tól til viðgerða. Þetta er ein af síðustu ferðum NASA til stöðvarinnar áður en núverandi floti verður tekinn úr umferð síðar á þessu ári.
Sjö eru um borð í Discovery, sem er undir stjórn Alan Poindexter. Japaninn Naoko Yamazaki er á meðal áhafnarinnar, en þetta er fyrsta ferð hans út í geim.
Geimferjan tengdist stöðinni kl 7:44 að íslensku tíma, sem er í 346 km fjarlægð fyrir ofan Karíbahafið.
NASA stefnir að þremur ferðum til viðbótar áður en geimferjurnar Discovery, Atlantis og Endeavour verða teknar úr umferð vegna kostnaðar og öryggismála.
Discovery er væntanleg aftur til jarðar 18. apríl.