Kindur sem sjálfar fara úr ullinni að vori í stað þess að þörf sé á að rýja þær hafa nú verið ræktaðar í Bretlandi. Kindategundin hefur fengið nafnið Exlana og eru það bændur í suðvesturhluta Bretlands sem sem hafa verið að þróa tegundina.
Ullinn er styttri og ekki jafn þétt og á venjulegum breskum kindum og einfaldlega fellur af rollunum á vorin. Ullarmagnið hinna nýju kinda er líka töluvert minna en á hinum hefðbundnu - þær venjulega gefa af sér um 9 kg af ull á ári á meðan ekki vex nema um hálft kg á nýju kindunum. Með þessu spara bændur, að sögn BBC, sér bæði fé og tíma. Þær hafa auk þess sýnt sig fá minna af ormum og lyfjakostnaður þar af leiðandi minni.
Peter Baber, bóndi á Christow í Devon er einn þeirra sem ræktar kindurnar. Hann segir þær hafa breytt vinnulagi bænda mikið. „Áður þurftum við að eyða löngum tíma í að rýja kindurnar að vori. Þar sem að verðgildi ullar hefur hins vegar lækkað mjög mikið svarar það ekki lengur kostnaði. Rúningin var einfaldlega nauðsynleg óþægindi.“
Hugmyndin að hinni nýju fjártegund hafi kviknað hjá honum fyrir tíu árum síðan eftir að hafa séð kindur í Bólivíu og Brasilíu.