Rollur sem rýja sig sjálfar

Ekki eru allir breskir bændur á því að það borgi …
Ekki eru allir breskir bændur á því að það borgi sig að vinna ullina. Reuters

Kind­ur sem sjálf­ar fara úr ull­inni að vori í stað þess að þörf sé á að rýja þær hafa nú verið ræktaðar í Bretlandi. Kinda­teg­und­in hef­ur fengið nafnið Exl­ana og eru það bænd­ur í suðvest­ur­hluta Bret­lands sem sem hafa verið að þróa teg­und­ina.

Ull­inn er styttri og ekki jafn þétt og á venju­leg­um bresk­um kind­um og ein­fald­lega fell­ur af roll­un­um á vor­in. Ull­ar­magnið hinna nýju kinda er líka tölu­vert minna en á hinum hefðbundnu - þær venju­lega gefa af sér um 9 kg af ull á ári á meðan ekki vex nema um hálft kg á nýju kind­un­um. Með þessu spara bænd­ur, að sögn BBC, sér bæði fé og tíma. Þær hafa auk þess sýnt sig fá minna af orm­um og lyfja­kostnaður þar af leiðandi minni.

Peter Baber, bóndi á Christow í Devon er einn þeirra sem rækt­ar kind­urn­ar. Hann seg­ir þær hafa breytt vinnu­lagi bænda mikið. „Áður þurft­um við að eyða löng­um tíma í að rýja kind­urn­ar að vori. Þar sem að verðgildi ull­ar hef­ur hins veg­ar lækkað mjög mikið svar­ar það ekki leng­ur kostnaði. Rún­ing­in var ein­fald­lega nauðsyn­leg óþæg­indi.“

Hug­mynd­in að hinni nýju fjár­teg­und hafi kviknað hjá hon­um fyr­ir tíu árum síðan eft­ir að hafa séð kind­ur í Bóli­víu og Bras­il­íu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert