Smástirni fer framhjá jörðinni

Smástirni í geimnum.
Smástirni í geimnum.

Lítið smástirni, sem nýlega uppgötvaðist í geimnum,  mun í kvöld fara fram hjá jörðu en engin hætta er á árekstri, að sögn bandarískra vísindamanna.

Hnötturinn, sem fengið hefur nafnið 2010 GA6,  mun fara framhjá jörðinni í aðeins 395 þúsund kílómetra fjarlægð, en það er skilgreint sem hársbreidd samkvæmt stjarnfræðilegum mælikvörðum. Þegar smástirnið er næst jörðinni, klukkan 23 í kvöld, verður það nær en tunglið.

Smástirnið, sem er um það bil 22 metrar í þvermál, uppgötvaðist nýlega við rannsóknir í Catalina Sky Survey stjörnurannsóknastofunni í Tucson í Arizona. Bandaríska geimferðastofnunin NASA fylgist með himinhnöttum nálægt jörðinni og notar til þess sjónauka bæði á jörðu niðri og í geimnum. 

Vísindamenn segja, að þessi hnöttur fari nær jörðinni en flestir af sama tagi en atburðir á borð við þennan séu þó ekki tiltaklega sjaldgæfir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert