Bing bætir við sig

Forsíða leitarvélarinnar Bing.
Forsíða leitarvélarinnar Bing.

Leit­ar­vél­in Bing, sem kem­ur úr smiðju Microsoft, jók hlut­deild sína á banda­ríska vef­leit­ar­markaðinum í mars. Á sama tíma skrapp hlut­deild Google lít­il­lega sam­an að sögn vef­sér­fræðinga comScore.

Hlut­ur Bing jókst í 11,7% í mars, en hann var 11,5% í fe­brú­ar. Þetta er 10. mánuður­inn í röð sem Bing bæt­ir aðeins við sig.  

Hlut­deild Ya­hoo!, sem sa­mýt­ir leit­ar­vél­ar með Microsoft, jókst í 16,9% mars, en var 16,8% í fe­brú­ar.

Google ræður hins veg­ar enn lög­um og lof­um á þess­um markaði. Í mars féll hlut­deild Google hins veg­ar í 65,1%, en var 65,5% í fe­brú­ar.

Ask er með 3,8% og AOL er með 2,5% í mars.

Microsoft svipti hul­unni af Bing í júní í fyrra og hóf í fram­hald­inu 100 millj­óna dala aug­lýs­inga­her­ferð til að kynna vél­ina, sem er sett til höfuðs Google. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert