Vísindamenn telja að höfuðkúpan sem sýnd er á kortinu hér að neðan og á ljósmyndinni sé af karlapa sem hafi líklega verið 8-13 ára gamall er hann lést.
Beinin fundust í því sem eftir er af göngum neðanjarðarhalla í Suður-Afríku en þar fundust einnig bein af kvendýri á fertugsaldri.
Beinin eru talin tveggja milljóna ára gömul og er tegundin því til að mynda milljón árum yngri en prímatarnir Australopithecus sem Homo Sapiens, eða maðurinn, er talinn hafa þróast út frá í fyrndinni.
Nýja tegundin, Australopithecus Sediba, hafði langa handleggi eins og órangútanar og er talin hafa verið trjáapi eins og þeir. Apar af nýju tegundinni voru einnig fótleggjalangir en þeir höfðu stóra mjaðmargrind sem gerði þeim kleift að ganga uppréttir.
Þrátt fyrir langa fætur voru þeir aðeins fjögur fet, eða um 1,20 metrar á hæð, auk þess að hafa smáan heilan sem talinn er svipaður að gerð og heilabúið í Homo Erectus.
Nýja tegundin var smátennt og að því leyti lík manninum.