Huliðsheimur afhjúpaður

Áður óþekkt teygjudýr, af ættbálki slímdýra.
Áður óþekkt teygjudýr, af ættbálki slímdýra.

Um­fangs­mesta rann­sókn, sem gerð hef­ur verið á líf­ver­um sjáv­ar, bend­ir til þess að í heims­höf­un­um lifi hundruð millj­óna áður óþekktra ör­veru­teg­unda.

Þótt ör­ver­urn­ar séu fal­leg­ar á mynd­um eru marg­ar þeirra svo smá­ar að þær eru ósýni­leg­ar fyr­ir mannsaugað. Flest­ar þeirra eru bakt­erí­ur, en á meðal þeirra eru einnig orm­ar sem grafa sig í sjáv­ar­botn­inn og skor­dýr sem eru aðeins einn milli­metri á lengd.

Vís­inda­menn­irn­ir hafa notað fjar­stýrða kaf­báta til að rann­saka huliðsheima haf­djúp­anna og beitt nýrri tækni á borð við erfðafræðilega raðgrein­ingu til að greina ör­ver­urn­ar í sund­ur.

Yfir 2.000 vís­inda­menn frá meira en 80 lönd­um tóku þátt í rann­sókn­inni sem var gerð á 1.200 stöðum í heim­in­um. Rann­sókn­in hef­ur staðið í tíu ár og henni lýk­ur form­lega í Lund­ún­um 4. októ­ber.

Fyr­ir rann­sókn­ina höfðu vís­inda­menn greint um 20.000 teg­und­ir sjávar­ör­vera. „Heild­ar­fjöldi sjávar­ör­vera, meðal ann­ars bakt­ería og forn­bakt­ería, sam­kvæmt sam­einda­lýs­ingu, er lík­lega nær millj­arði,“ hafði frétta­stof­an AFP eft­ir John Baross, for­manni ráðgjaf­ar­nefnd­ar alþjóðlegu rann­sókn­ar­inn­ar sem nefn­ist In­ternati­onal Cens­us of Mar­ine Microbes (ICoMM).

Sjávar­ör­ver­urn­ar eru alls um 50-90% af heild­armassa allra líf­vera heims­haf­anna og sam­an­lögð þyngd þeirra er álíka mik­il og þyngd 240 millj­arða Afr­íkufíla, að sögn vís­inda­mann­anna.

Rann­sókn­in get­ur veitt vís­inda­mönn­um mjög mik­il­væga inn­sýn í hlut­verk sjávar­ör­ver­anna í fæðukeðjunni og vist­kerf­inu. Þeir segja að ör­ver­urn­ar gegni mjög mik­il­vægu hlut­verki í því að viðhalda þeim skil­yrðum sem nauðsyn­leg eru til að maður­inn geti lifað af á jörðinni, m.a. með því að breyta kolt­ví­sýr­ingi úr and­rúms­loft­inu í kol­efni sem fer aft­ur í jarðveg­inn.

Vís­inda­menn­irn­ir hafa þegar fundið ör­ver­ur með 18 millj­ón­ir ólíkra DNA-raða, að því er fram kem­ur á frétta­vef The Times. Vís­inda­menn­irn­ir hafa meðal ann­ars fundið firna­stór­ar ör­veru­breiður sem þekja hafs­botn­inn eins og teppi. Ein þeirra er und­an vest­ur­strönd Suður-Am­er­íku og á stærð við Grikk­land, eða um 130.000 fer­kíló­metr­ar. bogi@mbl.is

Sæfífilstegund með arma til að grípa fæðu.
Sæfíf­il­s­teg­und með arma til að grípa fæðu.
Áður óþekkt þörungategund.
Áður óþekkt þör­unga­teg­und.
Lirfa skjaldkrabbategundar.
Lirfa skjald­krabba­teg­und­ar.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert