Vísindamenn hafa komist að því að ísinn á norðurskautssvæðinu hefur breiðst út og hefur ekki verið á stærra svæði frá árinu 2001.
Þetta kemur fram á vefsíðu grænlenska fréttablaðsins Sermitsiaq sem segir að breytingar á köldum vindum yfir Beringshafi hafi orðið til þess að ísinn hafi breiðst út um þúsundir ferkílómetra. Ísþekjan mældist um 15,25 milljónir ferkílómetra í mars, að sögn blaðsins.
Sjá ítarlega frétt um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.