Zeus eflist enn

Lykilorðinu er stolið með því að ,,hlera
Lykilorðinu er stolið með því að ,,hlera" innsláttinn hjá notandanum.

Zeus, tölvu­veira sem stel­ur ban­ka­upp­lýs­ing­um af net­inu frá not­end­um með sýkt­ar tölv­ur, er sterk­ari en nokkru sinni fyrr, að sögn fyr­ir­tæk­is sem helg­ar sig vörn­um gegn árás­um tölvuþrjóta, seg­ir í frétt BBC.

Fyr­ir­tækið, sem nefn­ist Tru­steer, seg­ist hafa rek­ist á Zeus í einni af hverj­um 3000 tölv­um en Tru­steer fylg­ist með um 5,5 millj­ón­um tölva í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um. Zeus 1.6 get­ur smitað  tölv­ur þeirra sem nota vafr­ana Firefox og In­ter­net Explor­er. Þjófnaður­inn fer fram með því að skrá slátt á lykla­borðið þegar um­rædd­ur not­andi er á lista yfir vefsíður, venju­lega hjá bönk­um, sem verið er að ráðast á. Þannig er hægt að kom­ast yfir lyk­il­orðin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert