Nýjar myndir af sólinni

Sólarrannsóknafar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur sent nýjar skýrar myndir af sólinni til jarðar. Sýna þær hvernig efni streymir frá sólblettum, þar á meðal í stórri öldu sem fer yfir sólina. 

Myndirnar gera vísindamönnum kleift að rannsaka sólina af mun meiri nákvæmi en áður var hægt. Farinu, sem nefnist Solar Dynamics Observatory eða SDO, var skotið á loft í febrúar og sendir það myndir af sólinni á 10 sekúndna fresti.

Gert er ráð fyrir að farið muni senda myndir næstu fimm árin og er búist við að þær muni auka skilning vísindamanna til muna á því hvernig sólin hefur áhrif á lífið á jörðinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert