Geimverur geta verið varhugaverðar

Stephen Hawking.
Stephen Hawking. Reuters

Breski stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking segir nær öruggt, að geimverur séu til en best sé að forðast þær og íbúar á öðrum hnöttum kunni að vilja gera innrás á jörðina til að ræna auðlindum hennar.

„Ef geimverur heimsæktu okkur kynni niðurstaðan að verða svipuð og þegar Kólumbus lenti í Ameríku. Það var ekki mjög hægstætt fyrir frumbyggjana í Norður-Ameríku," sagði Hawking í nýjum sjónvarpsþætti á Discovery Channel.

Hawking segir, að jarðarbúar eigi ekki að reyna að vekja athygli íbúa á öðrum hnöttum á sér. Þvert á móti eigi þeir að reyna eins og þeir geta, að forðast samskipti við þá. 

„Við þurfum ekki að líta lengra en í eigin barm til að sjá hvernig vitsmunalíf gæti þróast í eitthvað sem við viljum ekki eiga samskipti við."

Könnunarför hafa verið send út  í geim með myndum af mönnum um borð og kortum sem sýna hvar jörðin er í sólkerfinu. Þá hafa útvarpsbylgjur verið sendar út í geim í þeirri von að þær nái „eyrum" geimvera.

Hawking segir að hann telji allar líkur á að líf sé að finna á öðrum hnöttum í öðrum sólkerfum. Vandinn sé að gera sér grein fyrir því hvernig slíkt líf sé.

Fram kemur á vef BBC, að í sjónvarpsþættinum sé sagt frá ýmsum hugmyndum manna um geimverur, þar á meðal að þær séu tvífættar jurtaætur eða gul rándýr, lík eðlum.

En Hawking segir að líklegast sé að ef til sé líf annarstaðar sé það í formi  finnist líf annarstaðar sé það í örveruformi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert