Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis

Vísindamenn segja að þeir sem borði mikið af súkkulaði séu þunglyndari en þeir sem borði minna af því. Fjallað er um þetta í Archives of Internal Medicine. Þar segir að þeir sem borði a.m.k. eitt súkkulaðistykki í hverri viku séu hugsjúkari en þeir sem leggi sér súkkulaði sjaldnar til munns.

Margir trúa því að súkkulaði geti létt lundina. Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum segja að þetta geti reynst satt. Þetta hafi hins vegar ekki fengist staðfest með vísindalegum hætti. Þeir geti því ekki útilokað að súkkulaði sé mögulega orsök fremur en lækning á þunglyndi,að því er segir á fréttavef BBC.

Tæplega 1.000 karlar og konur tóku þátt í rannsókninni. Í stuttu máli sagt þá var andleg líðan þeirra sem borðuðu mikið af súkkulaði verri en annarra.

Vísindamennirnir notuðu viðurkenndan mælikvarða til að meta hugsýki viðkomandi. Þunglyndi mældist mest hjá þeim sem borðuðu mest, eða um sex venjuleg 28 gramma súkkulaðistykki á mánuði.

Tekið er fram að enginn þátttakenda hafi verið á þunglyndislyfjum. Þá hafi enginn þeirra verið greindur þunglyndur hjá lækni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert