Hafa áhyggjur af fækkun býflugna

REUTERS

Eng­in ein or­sök hef­ur fund­ist fyr­ir mik­illi fækk­un bý­flugna sem hef­ur orðið vart í Evr­ópu, Bana­ríkj­un­um, Jap­an og víðar. Í Banda­ríkj­un­um hef­ur bý­flug­um til að mynda fækkað um þriðjung á hverju ári síðustu þrjú ár, sem veld­ur áhyggj­um af upp­skeru sem velt­ur á því að flug­urn­ar beri frjó­korn á milli plantna.

Sníkju­dýr, veiru- og bakt­eríu­sýk­ing­ar, notk­un mein­dýra­eit­urs og önn­ur hegðun mann­anna sem hef­ur áhrif á næg­ingu flugn­anna, er meðal þess sem Alþjóða dýra­heilsu­stofn­un­in (OIE) seg­ir að valdi þess­ari skyndi­legu og dul­ar­fullu fækk­un bý­flugna. Talið er að bænd­ur hafi orðið af millj­örðum doll­ara vegna áhrifa þessa á upp­skeru þeirra.

„Útrým­ing þeirra væri líf­fræðilegt stór­slys“ 

„Hun­ang og drottn­ing­ar­hun­ang eru dæmi um dýr­mæt­ar mat­ar­teg­und­ir sem við meg­um þakka bý­flug­un­um,“ seg­ir Bern­ard Vallat, for­stjóri hjá OIE. Bend­ir hann þó á að meira áhyggju­efni sé að upp­skera græn­met­is og ávaxta er und­ir flug­un­um komið. „Bý­flug­ur eru mik­il­væg­ar fæðuör­yggi heims­ins, og út­rým­ing þeirra væri líf­fræðilegt stór­slys.“

Í frétt AFP-frétta­veit­unn­ar af mál­inu seg­ir, að talið sé að allt að þriðjung­ur þess mat­ar sem menn leggja sér til munns, sé með ein­um eða öðrum hætti háð því að bý­flug­ur haldi áfram að sinna sínu hlut­verki.

Býflugur í hunangsbúi.
Bý­flug­ur í hun­angs­búi. REU­TERS
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert