Fundinn sekur um að hakka tölvu Palin

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Dómstóll í Tennessee hefur fundið fyrrum námsmann sekan um að hafa hakkað tölvupóst fyrrum ríkisstjóra Alaska og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins,  Sarah Palin, að því er segir í frétt á vef BBC.

David Kernell, 22 ára, var fundinn sekur í gær um að hindra réttvísina og að hafa farið inn í tölvukerfi án heimildar. Kernell á yfir höfði sér allt að tuttugu  ára fangelsisvist fyrir að hindra réttvísina og eitt ár fyrir að hafa hakkað sig inn í tölvupóst Palin. Kernell er sonur þingmanns demókrata, Mike Kernell.

Kernell braust inn í tölvupóst Palin þegar hún var í framboði fyrir repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Kernell var nemandi við háskólann í Tennessee á þessum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert