Offita ógnar Bandaríkjaher

Reuters

Sífellt fleiri bandarísk ungmenni þjást af offitu og óttast tveir herforingjar á eftirlaunum að framtíð Bandaríkjahers sé í hættu þar sem ekki verði hægt að finna ungmenni sem eru hæf til að gegna herþjónustu í framtíðinni. Í frétt BBC er haft eftir þeim að fjórðungur ungra Bandaríkjamanna sé nú of feitur til þess að taka þátt í bardögum.

Í grein sem þeir John Shalikashvili og Hugh Shelton rita í Washington Post segja þeir að offita sé helsta ástæða þess umsækjendur séu ekki álitnir hæfir af heilsufarsástæðum til að gegna herþjónustu. Þeir vilja að Bandaríkjaþing setji lög þar sem bandarískum skólum er gert að bæta næringargildi skólamáltíða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka