Offita ógnar Bandaríkjaher

Reuters

Sí­fellt fleiri banda­rísk ung­menni þjást af offitu og ótt­ast tveir her­for­ingj­ar á eft­ir­laun­um að framtíð Banda­ríkja­hers sé í hættu þar sem ekki verði hægt að finna ung­menni sem eru hæf til að gegna herþjón­ustu í framtíðinni. Í frétt BBC er haft eft­ir þeim að fjórðung­ur ungra Banda­ríkja­manna sé nú of feit­ur til þess að taka þátt í bar­dög­um.

Í grein sem þeir John Shalikashvili og Hugh Shelt­on rita í Washingt­on Post segja þeir að offita sé helsta ástæða þess um­sækj­end­ur séu ekki álitn­ir hæf­ir af heilsu­fars­ástæðum til að gegna herþjón­ustu. Þeir vilja að Banda­ríkjaþing setji lög þar sem banda­rísk­um skól­um er gert að bæta nær­ing­ar­gildi skóla­máltíða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert