Internet Explorer tapar markaðshlutdeild

Internet Explorer, netvafri Microsoft, tapar ört markaðshlutdeild og telst nú vera með rétt tæp 60% af markaðnum en var með 95% markaðshlutdeild árið 2003.

Nýjar tölur, sem fyrirtækið NetApplications, hefur birt sýna að markaðshlutdeild IE er 59,9% en Firefox er með 24,5%. Google Chrome er með 6,7% markaðshlutdeild en var aðeins með 1,7% fyrir ári.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir ónafngreindum sérfræðingum, að Microsoft hafi smátt og smátt verið að missa tökin á netvaframarkaði, einkum vegna áhyggna af öryggisgötum í IE. Von er á nýrri útgáfu af IE, númer 9, innan skamms og þá gæti staðan breyst á ný.

Markaðshlutdeild helstu netvafranna er þessi, samkvæmt tölum  NetApplications:

  • Internet Explorer, 59,9%
  • Firefox, 24,5%
  • Chrome,  6,7%
  • Safari, 4,7%
  • Opera, 2,3%
  • Opera Mini, 0,7%
  • Netscape, 0,46%  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert