Tímamót hafa orðið í sögu netsins að sögn Icann, sem hefur yfirumsjón með netinu, því alþjóðleg rótarlén hafa verið tekin í notkun. Þetta þýðir að hægt er að skrifa netlén með öðru letri heldur en því latneska.
Egyptaland, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru fyrsti löndin sem hafa fengið svokölluðu „landsnúmer“ sem eru skrifuð með arabísku letri. Ísland er t.d. með rótarlénið .is, svo dæmi sé tekið.
Þetta er fyrsta skrefið að sögn Icann. Stefnt sé að því að taka upp fleiri tungumál, t.d. kínversk og taílenskt letur, auk letur tamíla.
Yfir 20 ríki hafa óskað eftir því við Icann (Internet Corporation for Assigned Names and Numbers) að fá alþjóðleg lén samþykkt.
Endingin fyrir Egyptaland er nú: مصر
Fyrir Sádi-Arabíu er endingin nú: السعودية
Fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin er endingin: امارات