Ólögleg dreifing kostar 50 milljarða dala árlega

Reuters

Ólögleg dreifing hugbúnaðar kostar tæknifyrirtæki rúmlega fimmtíu milljarða Bandaríkjadala, 6.332 milljarða króna, árlega. Eru það einkum asísk tæknifyrirtæki sem verða af viðskiptum með hugbúnað vegna sjóræningjastarfsemi á þessu sviði, samkvæmt nýrri skýrslu hugbúnaðarfyrirtækja, Business Software Alliance (BSA).

Þrátt fyrir að talsverður árangur hafi náðst í baráttunni við að tryggja höfundarétt þá var um 43% þess hugbúnaðar sem notaður var í tölvur á síðasta ári ólöglegur. Árið á undan var hlutfallið 41%.

Er aukningin milli ára einkum rakin til notkunar ólöglegs hugbúnaðar í Brasilíu, Indlandi og Kína.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert